top of page
Search

Ættir þú að velja Affinity Suite yfir Adobe?

  • Writer: Birkir Asgeirsson
    Birkir Asgeirsson
  • May 23
  • 3 min read

Affinity Photo
Affinity Photo

Sem hönnuður hef ég alltaf treyst á og reynt að nota bestu tólin til að vinna mitt starf. Eftir mörg ár af pirringi yfir verði, bugs og vafasömum viðskiptaháttum Adobe ákvað ég að prófa Affinity Suite. Þetta er ekki kostað samstarf, þetta er mín eigin reynsla eftir að hafa notað Affinity í nokkra mánuði. Hingað til er ég mjög ánægður. Forritin eru stöðug, vel hönnuð og bjóða upp á frábæran valkost fyrir annað en Adobe.

Eins og er býður Affinity aðeins upp á þrjú forrit: Affinity Photo, Affinity Designer og Affinity Publisher. Vonandi munu þau stækka safnið sitt í framtíðinni. Affinity er nú í eigu Canva, sem gæti leitt til spennandi nýjunga.


Adobe

Adobe hefur lengi átt þennan markað, en hefur á síðustu árum tekið margar ákvarðanir sem ýta bæði fagfólki og áhugafólki til að leita á öðrum stöðum. Hér eru helstu ástæður þess að margir eru að snúa baki við Adobe:


1. Verð

Adobe leyfir þér ekki lengur að kaupa hugbúnaðinn og eiga hann, líkt og áður fyrr. Þú ert fastur í mánaðar, eða ársáskrift, og ef þú hættir fyrir tímann geturðu fengið sekt fyrir að rifta samningnum. Notendum líkar þetta ekki og pirrar marga.


2. Notkun á verkum þínum til að þjálfa gervigreind

Nýlega var Adobe sakað um að nota verk notenda til að þjálfa AI, án skýrs samþykkis. Þetta vekur upp siðferðileg og persónuverndartengd álitamál, sérstaklega hjá þeim sem vinna með viðkvæm verkefni.


3. Afkastavandamál

Þrátt fyrir hátt verð er Adobe hugbúnaður oft þungur í keyrslu og hægur. Margir upplifa lag eða crash, jafnvel á öflugum tölvum.


4. Léleg þjónusta

Þjónustuver Adobe er þekkt fyrir slaka þjónustu. Notendur kvarta yfir löngum biðtímum, óskilvirkum svörum og erfiðleikum við að leysa vandamál. Þegar þú borgar hátt verð ættirðu að geta gert kröfu um betri þjónustu.


Affinity Suite

Affinity Suite er frábær hönnunarlausn sem samanstendur af Affinity Designer, Affinity Photo og Affinity Publisher. Hvert forrit er hannað fyrir fagfólk og skapandi einstaklinga sem vilja áreiðanlega, betri lausn án áskriftar.


1. Ein greiðsla, engin áskrift

Ólíkt Adobe, þá kaupir þú Affinity hugbúnaðinn einu sinni og átt hann, engin mánaðarleg gjöld.


2. Stöðugur hugbúnaður

Affinity forritin eru hraðvirk og vel hönnuð. Þau keyra snurðulaust, jafnvel á eldri tölvum.


3. Engin notkun á verkum þínum í þjálfun AI

Affinity nýtir ekki verk þín til að þjálfa gervigreind. Þín vinna er örugg.


4. Auðvelt að skipta úr Adobe

Notendaviðmót og flýtilyklar eru svipuð og hjá Adobe, sem gerir yfirfærsluna auðvelda. Þú getur líka opnað PSD og AI skrár beint i Affinity, svo þú missir ekki eldri Adobe skjölin þín.


Ókostir

Enginn hugbúnaður er fullkominn – Affinity hefur sínar takmarkanir:

  • Engar AI myndir eða verkfæri – Ólíkt Adobe Firefly, býður Affinity ekki upp á AI myndgerð eða sjálfvirkar lagfæringar. Margir telja það þó ekki slæmt, en framtíðin er klárlega AI-drifin. Ef Affinity fylgir ekki þróuninni, gæti það reynst þeim erfitt, líkt og Kodak í stafrænu byltingunni.

  • Takmarkað úrval forrita – Aðeins þrjú forrit eru í boði. Það eru engin beint sambærileg forrit við t.d. After Effects eða Lightroom.


Niðurstaða

Affinity Suite er frábær kostur fyrir þá sem vilja öflugan, ódýran og persónuverndarmeðvitaðan valkost við Adobe. Það býður ekki upp á AI tólin sem Adobe gerir, en creativity er mannleg, ekki vélræn. Samt sem áður er mikilvægt að horfa til framtíðar, og þar verður gervigreind stór hluti.


Kostir

  • Auðvelt að skipta úr Adobe – svipað viðmót og flýtilyklar

  • Engin áskrift – aðeins ein greiðsla

  • Frábært performance – stöðugra en Adobe forrit

  • Notar ekki AI þjálfun – verkefnin þín eru óhult AI


Gallar

  • Engin AI verkfæri á borð við Firefly – getur verið bæði gott og slæmt

  • Aðeins þrjú forrit í boði – ekkert sambærilegt við After Effects t.d.


Adobe valkostir


Ég mæli klárlega með Affinity Suite, sérstaklega fyrir hönnuði og ljósmyndara sem vilja öruggt og ódýrt val við Adobe án þess að fórna gæðum. Ef þau bæta fleiri forritum við, gætu þau orðið raunveruleg ógn við Adobe.

Hver eru þínar skoðanir? Hefur þú prófað Affinity? Skiptir þú yfir?

 
 
bottom of page