top of page
Search

Camera Projection í DaVinci Fusion

  • Writer: Birkir Asgeirsson
    Birkir Asgeirsson
  • Jan 1
  • 2 min read

Updated: Feb 21



Ef þú vilt bæta VFX færni þína, þá er camera projection frábær aðferð. Í þessu myndbandi fer ég í ferlið við að nota camera projection í DaVinci Fusion til að fjarlægja óæskilega hluti eða bæta við nýjum í senuna þína.


Hvað er Camera Projection?

Camera Projection er VFX-aðferð sem gerir þér kleift að varpa 2D-mynd á þrívíddar form í senunni þinni. Með þessari aðferð getur þú bætt við eða fjarlægt hluti úr senunni þinni á raunverulegan hátt sem passa fullkomlega við upprunalega myndefnið. Hvort sem þú ert að hreinsa út eða bæta við nýjum hlutum, þá veitir camera projection góða stjórn á compinu þínu þínu.


Af hverju að nota Camera Projection í DaVinci Fusion?

DaVinci Fusion býður upp á aðferðir með tólum sem jafnast á við forrit á borð við Nuke. Þrátt fyrir að Fusion hafi ekki eins víðtækæk tól eins og Nuke hefur, þá er það einnig node based, sem gerir það góðan kost fyrir VFX artista sem vilja ná góða stjórn á seninni sinni.


Fyrir hvern er þetta?

Þetta kennslumyndband er fyrir VFX artista sem hafa grunnskilning á DaVinci Fusion. Ef þú ert örugg/ur í Fusion og tilbúin/n að takast á við flóknari aðferðir, þá er þetta eitthvað fyrir þig. Að því loknu munt þú hafa góða þekkingu á því hvernig á að nota camera projections til að taka þekkingu þína á næsta skref.


Af hverju Camera Projection í VFX?

Camera projection er meira en bara tæknilegt atriði. Það veitir þér stjórn á senunni þinni og tryggir að hvert smáatriði passi við skotið þitt. Hvort sem þú ert að hreinsa burt eða bæta við sununa þína, þá opnar kunnátta í camera projection nýjar 3D aðferðir fyrir þig.

 
 
bottom of page