Eftir keying eða rotoscoping getur oft komið upp það vandamál að útlínurnar virðast of dökkar eða of ljósar þegar þær eru settar á nýjan bakgrunn. Þetta getur gert það að verkum að myndefnið lítur ekki eðlilega út á nýjum bakgrunni.
Lausn? Edge Extension, öflug aðferð sem hjálpar til við að blanda myndefninu betur við bakgrunninn á meðan smáatriði, eins og hár, haldast í lagi.
Í þessu kennslumyndbandinu sýni ég þér hvernig á að nota Edge Extension í DaVinci Fusion með því að nota ErodeDilate, Clean Plate og Dissolve Nodes.
Af hverju eru útlínur dekkri eða ljósari?
Eftir keying eða rotoscoping, geta brúnirnar passað illa við nýja bakgrunninn vegna:
Color spill – Upprunalegi bakgrunnurinn hefur verið fjarlægður en skilur eftir sig útlínur sem passa ekki við nýjan bakgrunn.
Edge contamination – Dökkið eða ljósir "halos" myndast í kringum myndefnið.
Með því að nota Edge Extension getum við framlengt pixla myndefnisins út,og látið það blandast bakgrunninum án þess að eyðileggja smáatriði eins og hár.
Fjarlægið noise áður en þú gerir Edge Extension
Til að fá bestu útkomu skaltu fjarlægja nois (denoise) úr myndefninu áður en þú notar Edge Extension. Ég nota Neat Video, en þú getur líka notað innbyggða denois tólið í DaVinci Resolve.
Þú getur svo bætt nois-inu við aftur í lokin.
Horfðu á myndbandið
Viltu sjá hvernig þetta er gert? Skoðaðu myndbandið mitt á YouTube, þar sem ég fer yfir öll skrefin í smáatriðum!
Happy compositing!