top of page
Search

Motion Graphics í DaVinci Fusion

  • Writer: Birkir Asgeirsson
    Birkir Asgeirsson
  • May 24
  • 1 min read


Þegar flestir hugsa um Fusion-síðuna í DaVinci Resolve, tengja þeir hana fyrst við VFX, keying, compositing, camera tracking og allt það skemmtilega. En Fusion er ekki bara VFX-tól, það bíður líka upp á frábær tól fyrir hreyfigrafík.

Þó að After Effects sé oft fyrsta val hreyfihönnuða, þá býður Fusion upp á aðra nálgun með því að nota node-based workflow í stað layer-based. Þetta breytir því hvernig þú hugsar um að búa til hreyfingar. Með nodes verður samsetningin sjónrænni og skipulagðari. Þú getur einangrað þætti, endurstýrt tengingum og séð flæði verkefnisins myndrænt. Það tekur smá tíma að venjast þessu, en þegar það smellur, er erfitt að snúa aftur í leyers, sérstaklega þegar kemur að VFX.

Í nýjasta YouTube myndbandinu mínu endurgerði ég frost texta inni í Fusion, innblásinn af frábæru kennslumyndbandi frá Motion Nation (sem gerði það upprunalega í After Effects). Þetta er gott dæmi um hvernig hreyfigrafík getur verið sett upp í node-based umhverfið, og að þú þarft ekki Adobe áskrift til að búa til hreyfigrafík.

Ef þú ert þegar örugg(ur) í Fusion fyrir VFX, prófaðu þá að fikta aðeins í hreyfigrafík. Þú gætir orðið hissa á því hvað þetta er "svalt".

 
 
bottom of page